Hvert á að stefna og hver á að stjórna? - Birgir Finnbogason 3. nóvember 2005 06:00 Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun