Ásgeir Örn til Lemgo 29. desember 2004 00:01 Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira