Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán 28. desember 2004 00:01 Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira