Össur selur eigur dótturfélags 23. desember 2004 00:01 Össur hf. hefur gengið frá kaupsamningi við fyrirtækið DRT Mfg.Co. Corporation um yfirtöku á eignum dótturfélagsins Mauch, Inc. í Dayton, Ohio, í Bandaríkjunum. Um er að ræða framleiðslutæki og viðskiptasambönd vegna framleiðslu á íhlutum til hryggígræðslu. Í tilkyningu frá Össurar segir að samhliða vexti samstæðu fyrirtækisins hefur á síðastliðnum árum verið unnið að því að hnitmiða starfsemi félagsins en þar er framleiðsla stoð- og stuðningstækja kjarnastarfsemi. Þannig hefur stoðtækjaframleiðsla Mauch verið skilin frá annarri framleiðslu dótturfélagsins og komið fyrir í öðrum framleiðslueiningum Össurar. „Það er ánægjulegt að geta tilkynnt að Össur hefur ákveðið að draga sig út úr allri starfsemi í Dayton og að jafnframt hefur tekist að tryggja starfsmönnum áframhaldandi störf hjá góðu fyrirtæki,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Gary van Gundy, forstjóri DRT Mfg.Co. Corp., segir fyrirtækið eiga sér langa sögu í Dayton og víðar sem framleiðslufyrirtæki og hyggist nú hasla sér völl á sviði framleiðslu íhluta til ígræðslu. DRT tekur yfir tæki, leigusamninga og starfsmenn Mauch, Inc. í Dayton frá og með 1. janúar 2005 og mun fyrirtækið sjá um að framleiða íhluti fyrir Össur sem notaðir eru í gervihné fyrst um sinn. Sala Mauch nam 1,7% af heildarsölu Össurar á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2004. Bókfært verð eigna Mauch, Inc. er 1,6 milljón dala og nemur söluverðið ríflega bókfærða verðinu en sala á Mauch, Inc. hefur óveruleg áhrif á rekstur og framlegð félagsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Össur hf. hefur gengið frá kaupsamningi við fyrirtækið DRT Mfg.Co. Corporation um yfirtöku á eignum dótturfélagsins Mauch, Inc. í Dayton, Ohio, í Bandaríkjunum. Um er að ræða framleiðslutæki og viðskiptasambönd vegna framleiðslu á íhlutum til hryggígræðslu. Í tilkyningu frá Össurar segir að samhliða vexti samstæðu fyrirtækisins hefur á síðastliðnum árum verið unnið að því að hnitmiða starfsemi félagsins en þar er framleiðsla stoð- og stuðningstækja kjarnastarfsemi. Þannig hefur stoðtækjaframleiðsla Mauch verið skilin frá annarri framleiðslu dótturfélagsins og komið fyrir í öðrum framleiðslueiningum Össurar. „Það er ánægjulegt að geta tilkynnt að Össur hefur ákveðið að draga sig út úr allri starfsemi í Dayton og að jafnframt hefur tekist að tryggja starfsmönnum áframhaldandi störf hjá góðu fyrirtæki,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Gary van Gundy, forstjóri DRT Mfg.Co. Corp., segir fyrirtækið eiga sér langa sögu í Dayton og víðar sem framleiðslufyrirtæki og hyggist nú hasla sér völl á sviði framleiðslu íhluta til ígræðslu. DRT tekur yfir tæki, leigusamninga og starfsmenn Mauch, Inc. í Dayton frá og með 1. janúar 2005 og mun fyrirtækið sjá um að framleiða íhluti fyrir Össur sem notaðir eru í gervihné fyrst um sinn. Sala Mauch nam 1,7% af heildarsölu Össurar á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2004. Bókfært verð eigna Mauch, Inc. er 1,6 milljón dala og nemur söluverðið ríflega bókfærða verðinu en sala á Mauch, Inc. hefur óveruleg áhrif á rekstur og framlegð félagsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira