Kem sterkur til baka 22. desember 2004 00:01 "Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best." Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
"Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best."
Íslenski handboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti