Lífið

Fundað um Fischer í hádeginu

Haldinn verður fundur um Bobby Fischer í Iðnó í Reykjavík í hádeginu í dag þar sem sagt verður frá ævi bandaríska skáksnillingsins, sem varð heimsmeistari í "einvígi allra tíma" í Reykjavík árið 1972. Á fundinum á að segja frá ávinningnum sem einvígið hafði í för með sér fyrir landið. Ólafur Jóhann Ólafsson mun lesa úr bók sinni Sakleysingjunum, en meðal þeirra sem ávarpa samkomuna eru Guðmundur G. Þórarinsson fv. forseti Skáksambands Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambandsins, Helgi Ólafsson stórmeistari, Sæmundur Pálsson og Hrafn Jökulsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×