Prentsmiðjan rifin 21. desember 2004 00:01 Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira