Umfangsmestu viðskipti íslenskrar viðskiptasögu 19. desember 2004 00:01 Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut. Bank of Scotland sér um stærstan hluta fjármögnunarinnar og tekur einnig níu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Giant BidCo sem hyggst kaupa Big Food Group. Heildarumfang fjármögnunar kaupanna er 112 milljarðar króna. Big Food er metið á 40 milljarða og endurfjármögnun skulda er upp á 42 milljarða og fjármögnun rekstrar og birgða hljóðar upp á 30 milljarða. Þetta eru umfangsmestu og flóknustu viðskipti sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið fyrir. KB banki, Burðarás og Landsbankinn koma einnig að kaupunum. Rekstur Iceland verður undir sérstöku eignarhaldsfélagi þar sem Baugur og Pálmi Haraldsson verða stærstu hlutahafar. Pálmi mun gegna stjórnarformennsku hjá Iceland. Í hóp hluthafa Iceland bætist Milestone við, sem er undir forystu Karls Wernerssonar, kjölfestufjárfestis í Íslandsbanka, og hópur undir forystu Malcolms Walker stofnanda Iceland-keðjunnar. Það vekur athygli hversu stóran eignarhlut Bank of Scotland tekur í eignarhaldsfélaginu. Það er talið til marks um mikla trú bankans á forystu Baugs í þessum kaupum. Kaup Baugs eru stór, jafnvel á breskan mælikvarða og meðal breskra kaupsýslumanna er talið að ef Baugi takist að vinna úr þessari fjárfestingu og skila arðsemi af henni, þá verði þeim allir vegir færir í breskum fjármálaheimi. Tilboð Giant BidCo verður lagt fyrir hluthafafund Big Food Group í janúar og verði tilboðið samþykkt, eins og flest bendir til, mun Baugur og samstarfsaðilar taka við stjórn fyrirtækisins 11. febrúar. Með í kaupunum fylgja fasteignir, meðal annars vel staðsettar búðir Iceland þar sem umtalsverð dulin verðmæti eru talin liggja.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira