Samningar um fjármögnun í höfn 18. desember 2004 00:01 Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðsins í Big Food Group rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en löng samningalota hafði staðið yfir í Bretlandi. Kaupverð Big Food Group nemur 670 milljónum punda eða ríflega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur hins vegar rúmlega 900 milljónum punda, sem samsvarar rúmlega 112 milljörðum króna, þar sem semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. Að fjármögnuninni standa KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland. Formlegt tilboð Baugs og meðfjárfesta þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og kjósa þúsundir um tilboðið. Ef minnst 75 prósent hluthafanna, eða þrír fjórðu, samþykkja það þá ganga kaupin í gegn og eignast Íslendingar þar með eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum sem verður með 600 milljarða króna ársveltu. Til samanburðar hljóðar þjóðarframleiðsla Íslendinga upp á 880 milljarða. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir fjárfestarnir taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Baugur eignast við þetta 43% í Big Food Group, félög í eigu Tom Hunter, viðskiptafélaga Baugs, eignast 13,4% og Burðarás 11,6%. Félög í eigu Pálma Haraldssonar eignast við kaupin 8,9% í keðjunni sem er sami eignarhlutur og hjá Bank of Scotland og Kevin Stanford, stofnanda Karen Millen og hluthafa í Baugi. Að lokum eignast Kaupþing 5,4% í Big Food Group. Félaginu verður skipt upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Malcolm Walker, sem stofnaði Iceland, verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Bill Grimsey verður framkvæmdastjóri Booker. Pálmi Haraldsson verður stjórnarformaður Iceland. Að sögn talsmanns Baugs er talið að þessi kaup verði til þess að tryggja betri árangur Big Food Group í framtíðinni en rekstur félagsins hefur ekki skilað tilætluðum árangri frá því það varð til með sameiningu Booker og Iceland fyrir nokkrum árum. Samkvæmt yfirtökutilboðinu er söluverð hvers hlutar 95 pens. Vegna frétta um væntanlega yfirtöku Baugs á keðjunni endaði verð hluta Big Food Group í 92,5 pensi í lok dags í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira