Baugur hagnast um 2 milljarða 17. desember 2004 00:01 Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira