Kauphöllinni boðið í OMX 15. desember 2004 00:01 Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi.
Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira