Hvernig á stjórnarskráin að vera? 10. desember 2004 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun