Lántökur heimilanna aukast um 100% 9. desember 2004 00:01 Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira