Eigendur 67% hlutafjár samþykkja 9. desember 2004 00:01 Að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka í BNbank þá hafa eigegndur að meira en 67% hlutafjár samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank. Tilboðstímabilið hófst 1. desember og því lýkur 17. desember. Þar sem þessum áfanga hefur nú þegar verið náð og með vísan til yfirlýsingar bankans frá 15. nóvember síðastliðnum vegna yfirtökutilboðs Íslandsbanka í BNBank, hefur bankaráð Íslandsbanka samþykkt að auka nú hlutafé félagsins, með vísan til heimildar í samþykktum félagsins, með sölu á 1.500 milljón nýjum hlutum til forgangsréttarhafa. Markaðsviðskipti bankans hafa umsjón með útboðinu. Til að mæta hugsanlegri umframeftirspurn í útboðinu eða ef aðrir fjárfestar en forgangsréttarhafar lýsa yfir áhuga á hlutum í félaginu í tengslum við útboðið, mun bankaráð við lok áskriftartímabilsins taka ákvörðun um hvort nýtt verður heimild í samþykktum félagsins til útgáfu á allt að 500 milljón hlutum án forgangsréttar hluthafa. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er tvíþættur. Annars vegar að fjármagna kaupin á BNbank og hins vegar að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna mikils vaxtar í útlánum bankans. Sá vöxtur er bæði í almennri útlánastarfsemi bankans innanlands og utan, m.a. í Lúxemborg sbr. tilkynningu bankans 7. desember um stofnun banka í Lúxemborg og útvíkkaða starfsemi þar. Réttur hluthafa til áskriftar í útboðinu miðast við hlutaskrá bankans við lok viðskipta þann 7. desember. Eins og tilkynnt var við lok sölu 1.000 milljón hluta 15. nóvember síðastliðinn, er gert ráð fyrir að verð til forgangsréttarhafa nú verði hið sama og þá, eða 10,65 krónur á hlut. Útboðið verður auglýst í næstu viku og nánari upplýsingar verða í útboðs- og skráningarlýsingu sem birt verður fyrir upphaf áskriftartímabils. Gert er ráð fyrir að áskriftartímabilið hefjist 17. desember og því ljúki 4. janúar. Greiðsludagur er ráðgerður 25. janúar. Íslandsbanki hefur skilgreint Noreg og Ísland sem heimamarkaði sína og hyggst leggja áherslu á vöxt á norska markaðnum. BNbank er afar samkeppnishæft og vel rekið fjármálafyrirtæki, sem náð hefur góðum árangri og fellur vel að stefnu Íslandsbanka. Kaupin á BNbank munu tvöfalda útlán og innlán Íslandsbankasamstæðunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka í BNbank þá hafa eigegndur að meira en 67% hlutafjár samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank. Tilboðstímabilið hófst 1. desember og því lýkur 17. desember. Þar sem þessum áfanga hefur nú þegar verið náð og með vísan til yfirlýsingar bankans frá 15. nóvember síðastliðnum vegna yfirtökutilboðs Íslandsbanka í BNBank, hefur bankaráð Íslandsbanka samþykkt að auka nú hlutafé félagsins, með vísan til heimildar í samþykktum félagsins, með sölu á 1.500 milljón nýjum hlutum til forgangsréttarhafa. Markaðsviðskipti bankans hafa umsjón með útboðinu. Til að mæta hugsanlegri umframeftirspurn í útboðinu eða ef aðrir fjárfestar en forgangsréttarhafar lýsa yfir áhuga á hlutum í félaginu í tengslum við útboðið, mun bankaráð við lok áskriftartímabilsins taka ákvörðun um hvort nýtt verður heimild í samþykktum félagsins til útgáfu á allt að 500 milljón hlutum án forgangsréttar hluthafa. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er tvíþættur. Annars vegar að fjármagna kaupin á BNbank og hins vegar að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna mikils vaxtar í útlánum bankans. Sá vöxtur er bæði í almennri útlánastarfsemi bankans innanlands og utan, m.a. í Lúxemborg sbr. tilkynningu bankans 7. desember um stofnun banka í Lúxemborg og útvíkkaða starfsemi þar. Réttur hluthafa til áskriftar í útboðinu miðast við hlutaskrá bankans við lok viðskipta þann 7. desember. Eins og tilkynnt var við lok sölu 1.000 milljón hluta 15. nóvember síðastliðinn, er gert ráð fyrir að verð til forgangsréttarhafa nú verði hið sama og þá, eða 10,65 krónur á hlut. Útboðið verður auglýst í næstu viku og nánari upplýsingar verða í útboðs- og skráningarlýsingu sem birt verður fyrir upphaf áskriftartímabils. Gert er ráð fyrir að áskriftartímabilið hefjist 17. desember og því ljúki 4. janúar. Greiðsludagur er ráðgerður 25. janúar. Íslandsbanki hefur skilgreint Noreg og Ísland sem heimamarkaði sína og hyggst leggja áherslu á vöxt á norska markaðnum. BNbank er afar samkeppnishæft og vel rekið fjármálafyrirtæki, sem náð hefur góðum árangri og fellur vel að stefnu Íslandsbanka. Kaupin á BNbank munu tvöfalda útlán og innlán Íslandsbankasamstæðunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira