Fékk verðlaun ársins 8. desember 2004 00:01 Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira