Fékk verðlaun ársins 8. desember 2004 00:01 Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira