Neyðast til að flytja úr landi 8. desember 2004 00:01 Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira