Innlent

Enginn handtekinn í árásarmálinu

Enginn hefur verið handtekinn vegna árásar hóps manna inn í íbúð í Fossvogi í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt nokkra menn sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúðinni. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum. Þeir hleyptu að minnsta kosti tveimur skotum af haglabyssunni og var vopnuð sérsveit lögreglunnar kölluð út. Ungt par var í íbúðinni og er pilturinn handleggsbrotinn og með skurði á höfði eftir árásina en hann var laminn með kylfu eða hamri. Hann var fluttur á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×