
Innlent
Fjórir á sjúkrahús vegna eldsins
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús, þar af einn með sjúkraflugi til Reykjavíkur, eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi á Sauðárkróki í morgun. Lögreglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn laust fyrir klukkan ellefu og þegar að var komið lagði mikinn reyk frá húsinu og eldtungur stóðu út um glugga á efri hæð en húsið er tvílyft einbýlishús. Slökkvistarfi lauk um hádegisbil. Húsið er mikið skemmt.