Erlent

Ofbeldisfyllri og feitari börn

Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð. Að auki séu foreldrar ekki nógu vakandi fyrir hættunni af grófum tölvuleikjum og taki ekki viðvaranir á umbúðum alvarlega. Ekki eru þó allir tölvuleikir stórhættulegir heldur eru sumir sagðir uppbyggilegir. Þeir sem vegsami ofbeldi eru þó ekki í þeim flokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×