Barist um íbúðalánin 22. nóvember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann. Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira