Segir sjávarútveg vanmetinn 12. nóvember 2004 00:01 Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira