Besta bók höfundar til þessa 9. nóvember 2004 00:01 Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Hverjir eru mestu og bestu rithöfundar Íslands? Eru það þeir sem skrifa margar bækur um ævina; þeir sem skrifa þykkar bækur; þeir sem skrifa fáar bækur; þeir sem skrifa góðar bækur, eða þeir sem seljast? Og hver selur bækurnar? Hið árlega bókaflóð er skollið á með öllum sínum kostum, göllum og kækjum - og nú þegar má sjá grundvallareinkennin í auglýsingaherferð útgefenda. Það er strax hægt að sjá hvaða höfunda útgefendur leggja áherslu á að selja og um hverja þeim er nákvæmlega sama. Nú þegar eru þeir tveir höfundar sem mest hafa verið markaðssettir auglýstir í heilsíðuauglýsingum í öllum fjölmiðlum, á fremstu síðum prentmiðla. Það er ekkert til sparað að selja vek þeirra. Slagorðin hjá þeim báðum er "besta bók höfundar til þessa." Þeir eru reyndar báðir hjá sama útgefanda og þetta slagorð er alltaf notað þegar þeir gefa út bók." En hver er búinn að meta bækur þeirra áður og um leið og þær koma út? Útgefandinn? Sjónvarpstrúður? Hinn almenni lesandi? Á sama hátt má sjá mun minni auglýsingar þar sem nokkrir höfundar eru þræddir upp á einn og sama öngulinn sem verið er að leggja fyrir bókakaupendur - birtar einhvers staðar langt inni í blaði og ekki nema örfáum sinnum meðan á flóðinu stendur. Þetta eru höfundarnir sem útgefendur ætla ekki að veðja á. En hvers vegna urðu þeir stóru svo stórir. Er það vegna þess að hin árlega markaðssetning á þeim hefur verið svo öflug að það er búið að heilaþvo þjóðina, eða eru allir sammála um yfirburði þeirra? En það er ekki eins og útgefendur leiki sóló í þessu sérkennilega leikriti. Fjölmiðlar dansa með. Þeir höfundar sem eru mest markaðssettir eru í öllum útvarps- og sjónvarpsþáttum alls staðar og í svo löngum viðtölum í prentmiðlum að það nennir enginn að lesa þau. En það gerir ekkert til. Lengdin á viðtalinu nægir til þess að troða því inn í þöngulhausa þjóðarinnar að þeir séu bestir. Vissulega hafa komið upp vonbrigði, meðal almennings, með ýmis verk ofurmarkaðssettu höfundanna í gegnum tíðina og því er nauðsynlegt að auglýsa næstu bók þerra sem "bestu bók höfundar til þessa," þannig að mögulegir kaupendur haldi ekki að viðkomandi höfundar séu farnir að dala og hægt verði að selja þá áfram. Það merkilega við höfundana sem ekki er troðið af þessu afli upp á lesendur, en eru þess í stað auglýstir í hópum, er að flestir þeirra eru konur. Það eru kannski tveir kvenhöfundar á Íslandi sem ná þeim status að fá heilsíðu af og til í prentmiðlum og vera tekið fagnandi í marga útvarps- og sjónvarpsþætti. Þær gefa ekki út á hverju ári og herferðin því ekki eins áberandi. Af einhverjum ástæðum er maður orðinn svo þreyttur á þessum heilaþvotti að maður er ósjálfrátt farinn að leita að hinum þöglu höfundum, helst frá útgefendum sem eiga ekkert alltof mikinn pening til þess að segja manni hvað maður á að hugsa. Þannig fæst tækifæri til þess að lesa skáldverk óáreittur og meta það á eigin forsendum. Og þar er mörg perlan, skrifuð af konum, ungu fólki, úthaldsgóðum og hógværum skáldum sem kunna ekki við sig í glannalegu sviðsljósinu. Og maður hugsar: Mikið vildi ég vera uppi eftir hundrað ár til þess að sjá hverja af þessum höfundum skáldagyðjan hefur valið til þess að lifa af tímann. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun