Innlent

Byssumaður við Hrauneyjar

Karlmaður á sjötugsaldri skaut úr skotvopni upp í loft við Hrauneyjarfossvirkjun í nótt. Hann mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa verið í uppnámi vegna uppsagna starfsmanna við virkjunina. Lögreglan á Hvolsvelli náði að ræða við manninn og gaf hann sig fram í dag. Þessa stundina er verið að taka skýrslur af honum og vitnum í málinu. Lögreglan telur ekki að neinn hafi verið í beinni hættu vegna uppnáms mannsins þótt að sjálfsögðu sé alltaf hætta á ferðum þegar óvarlega sé farið með skotvopn. Landsvirkjun hefur ákveðið að sameina starfsstöðvarnar við Búrfell og í Hrauneyjum frá og með næstu áramótum og hætta þá rekstrinum í Hrauneyjum. Meirihluta starfsmanna í Hrauneyjum hefur verið boðið annað starf innan Landsvirkjunar en níu starfsmönnum var sagt upp. Tilkynnt var um þetta á fundi með starfsmönnum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×