Lagasetningar gegn rokki og róli 3. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar