Hvaða áhrif hafa úrslitin? 2. nóvember 2004 00:01 Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun