Aldrei meira lagt í baráttuna 1. nóvember 2004 00:01 Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira