Aldrei meira lagt í baráttuna 1. nóvember 2004 00:01 Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Aldrei í sögu bandarískra stjórnmála hefur verið lagt jafn mikið kapp á að fá almenning á kjörstað og nú er gert. Repúblikanar eru sagðir hafa milljón sjálfboðaliða í því að hvetja fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa George W. Bush Bandaríkjaforseta meðan demókratar hafa í það minnsta 250 þúsund sjálfboðaliða og fjölda starfsmanna til að vinna sama starf fyrir öldungadeildarþingmanninn John Kerry. Þessi áhersla, mikil óvissa um úrslitin og mjög skiptar skoðanir almennings leiða til þess að búist er við því að kjörsókn verði mun meiri en undanfarin ár. Eleanor Clift, stjórnmálaskýrandi Fox fréttastöðvarinnar, spáir því að allt að tíu milljón fleiri einstaklingar kjósi nú en fyrir fjórum árum, 110 til 115 milljónir í stað þeirra 105 milljóna sem greiddu atkvæði þá. Andrew Kohut, sem sér um gerð skoðanakannana hjá Pew stofnuninni bjóst við meiri kjörsókn en í síðustu þremur forsetakosningum og jafnvel hærri en 1992. Þrátt fyrir það má búast við að hátt í helmingur þeirra sem hafa rétt á að kjósa sitji heima. Samkvæmt könnun Marist stofnunarinnar er mun meiri áhugi fyrir þessum kosningum en síðustu forsetakosningum. Þá sögðust 58 prósent skráðra kjósenda mjög áhugasamir um kosningarnar en í ár er það hlutfall komið upp í 74 prósent. Frambjóðendurnir hafa líka mikla trú á kjörsókn. John Kerry spáði því í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að metkjörsókn yrði í kosningunum í ár. Að því er fram kemur í Washington Post hringja kosningastjórnir frambjóðendanna, hvor fyrir sig, daglega í 400 þúsund manns í Ohio-ríki einu saman. Þar er barist um 20 ríki og samkvæmt könnun Columbus Dispatch munaði aðeins átta svörum á þeim Bush og Kerry í skoðanakönnun þar sem 2.880 manns voru spurðir. Átta svara forskot Kerry er það minnsta í sögu kannana Columbus Dispatch. Bush er sagður verja andvirði tæpum níu milljörðum í að fá fólk á kjörstað, þrefalt meira en fyrir fjórum árum og Kerry rúmum fjórum milljörðum, tvöfalt meira en Al Gore gerði fyrir fjórum árum að sögn Washington Post.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira