Innlent

Samkomulag náðist ekki

 Þar var kynnt samkomulag sem náðst hafði milli stjórnar sorpstöðvarinnar og sveitarstjórnar Ölfuss í yfirstandandi deilu. "Þær hugmyndir sem við kynntum fóru ekki í gegn og við þurfum að ræða frekar við þá," sagði Einar Njálsson bæjarstjóri í Árborg og stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands. "Þetta var samráðsfundur, en það var nokkuð samhljóða niðurstaða á honum." Styrr hefur staðið um hæð sorphaugsins í Kirkjuferjuhjáleigu, sem sorpstöðin hefur sett þar í urðunarreinar, en hann er 3 - 7 metra yfir leyfilegri hæð samkvæmt deiliskipulagi. Einar sagði ekki hægt að lækka hann samkvæmt mati Umhverfisstofnunar. Hins vegar væri verið að gera nýja urðunarrein og möguleiki væri á að þar yrði ekki urðað yfir leyfilegri hæð. "Við verðum að klára þetta mál um miðja næstu viku," sagði Einar. "Það verður að gerast innan þess frests sem þeir veittu. Annars náum við þessu ekki saman."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×