Málefnafátækt hjá Bush og Kerry 27. október 2004 00:01 Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira