Málefnafátækt hjá Bush og Kerry 27. október 2004 00:01 Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira