Sjötíu milljarða lækkun 26. október 2004 00:01 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann. Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira