Klapparstígur 11 rís úr öskustónni 25. október 2004 00:01 Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán
Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning