Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar 23. október 2004 00:01 Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira