Innlent

Fyrsti heiðursdoktorinn

Brautskráningar verða bæði hjá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands í dag. 302 kandídatar verða brautskráðir frá Háskóla Íslands á Háskólahátíð sem hefst klukkan eitt. Meðal annars útskrifast fyrsti meistaraneminn úr heilsuhagfræði og tilkynnt verður um kjör fyrsta heiðusdoktorsins í viðskipta- og hagfræðideild, sem og kjöri heiðursdoktors í heimspekideild. Frá Kennaraháskóla Íslands verða 117 brautskráðir og við athöfnina verða í fyrsta skipti veitt verðlaun Vísindaráðs fyrir bestu meistaraprófsritgerðina við skólann á þessu ári. Brautskráningin hefst klukkan tvö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×