Áhyggjur vegna skattalækkana 22. október 2004 00:01 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. Í ályktuninni segir ennfremur orðrétt: „Enn býr heilbrigðiskerfið við fjársvelti, komugjöld á heilsugæslustöðvar eiga að hækka, innritunargjöld í Háskóla Íslands eiga að stórhækka, sveitarfélögin skortir fjármagn til að greiða starfsmönnum sínum viðunandi laun og áfram mætti telja. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að í hagstjórnarlegu tilliti eru skattalækkanir nú afar hæpnar.“ Fundurinn fordæmir líka þá aðferð sem fara á til skattalækkana, lækkun skattprósentunnar, sem einkum kemur hinum tekjuhærri til góða en skilar hinum tækjulægri litlu sem engu, eins og segir í ályktuninni. „Viðbúið er að þessar skattbreytingar munu hafa í för með sér hækkun þjónustugjalda í opinberri þjónustu og þar með meiri útgjöld fyrir fólk með litlar tekjur. Það kallar óneitanlega á hærri launakröfur þeim til handa sem aftur getur valdið miklum átökum, einkum á opinberum vinnumarkaði þar sem svigrúm til launahækkana kemur til með að minnka,“ segir að lokum í ályktun Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. Í ályktuninni segir ennfremur orðrétt: „Enn býr heilbrigðiskerfið við fjársvelti, komugjöld á heilsugæslustöðvar eiga að hækka, innritunargjöld í Háskóla Íslands eiga að stórhækka, sveitarfélögin skortir fjármagn til að greiða starfsmönnum sínum viðunandi laun og áfram mætti telja. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að í hagstjórnarlegu tilliti eru skattalækkanir nú afar hæpnar.“ Fundurinn fordæmir líka þá aðferð sem fara á til skattalækkana, lækkun skattprósentunnar, sem einkum kemur hinum tekjuhærri til góða en skilar hinum tækjulægri litlu sem engu, eins og segir í ályktuninni. „Viðbúið er að þessar skattbreytingar munu hafa í för með sér hækkun þjónustugjalda í opinberri þjónustu og þar með meiri útgjöld fyrir fólk með litlar tekjur. Það kallar óneitanlega á hærri launakröfur þeim til handa sem aftur getur valdið miklum átökum, einkum á opinberum vinnumarkaði þar sem svigrúm til launahækkana kemur til með að minnka,“ segir að lokum í ályktun Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira