Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 20. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum". Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum".
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira