Nauðsynlegt að selja Símann 19. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira