Stórtíðindi fyrir læknavísindin 19. október 2004 00:01 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira