Bush og Kerry hnífjafnir 19. október 2004 00:01 Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Fáir hafa gleymt vandræðunum sem urðu á Flórída fyrir fjórum árum þegar margra vikna þras og endurtalning kom í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. Yfirvöld í ríkinu hafa síðan gert hvað þau gátu til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtæki sig, en miðað við tíðindi morgunsins hefur þeim ekki tekist ætlunarverk sitt. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Og fulltrúar minnihlutahópa kvarta sáran yfir því að kjörstaðir á svæðum þar sem minnihlutahópar eru í meirihluta séu allt of fáir. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda landa bið. Aðrir þraukuðu, staðráðnir í að greiða atkvæði og hafa áhrif á úrslit kosninganna með þeim hætti. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum í kosningunum í ár. Samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby eru fylgi beggja frambjóðenda jafnt á landsvísu. Báðir eru með fjörutíu og fimm prósenta fylgi. Ennþá eru sjö prósent kjósenda óákveðin. John Zogby, yfirmaður Zogby-könnunarfyrirtækisins, segir Kerry þó sækja á, mjög hægt og rólega. Að sama skapi hefur hlutfall líklegra kjósenda, sem telja að Bush eigi skilið að vera endurkjörinn, lækkað. Þeim sem vilja skipta um forseta hefur að sama skapi fjölgað. Jafnt fylgi frambjóðendanna bendir því til þess að Kerry gangi illa að sannfæra óákveðna og óánægða. Samkvæmt könnun New York Times og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor. Kjósendur virðist samkvæmt könnuninni líta Bush gagnrýnum augum og ánægja með frammistöðu hans er mjög lág, fjörutíu og fjögur prósent. En kjósendur treysta að sama skapi ekki Kerry og telja hann haga seglum eftir vindi.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira