Forsetaembættið 18. október 2004 00:01 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun