Varnarhugmyndir gagnrýndar 18. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira