Verðstríð í bensíni skollið á 14. október 2004 00:01 Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira