Verðstríð í bensíni skollið á 14. október 2004 00:01 Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira