Verðstríð í bensíni skollið á 14. október 2004 00:01 Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira