Von Furstenberg-vafningskjóllinn 14. október 2004 00:01 Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur) Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur)
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira