Von Furstenberg-vafningskjóllinn 14. október 2004 00:01 Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur) Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét. Þá var búið að selja meira en fimm milljónir kjóla og það var engin kona með konum nema að eiga minnst einn vafningskjól frá von Furstenberg. Grunnsnið kjólsins er mjög einfalt, hann er hnésíður, bundinn um mittið og ermarnar eru ýmist stuttar, síðar eða hlíra. Kjóllinn er afar klæðilegur og hentar öllum líkamsgerðum, hann er hversdagslegur og glæsilegur í senn og mjög kvenlegur. Eins og verður um allar tískubólur þurfa þær að víkja fyrir nýjum bólum og "vafningskjóllinn" fór í dvala í nokkur ár. Það var svo rétt fyrir síðustu aldamót að kjóllinn var vakinn upp að nýju og aftur náði hann stórkostlegum vinsældum sem ekkert lát er á. Von Furstenberg-vafningskjóllinn er orðinn klassík í tískuheiminum og margar eftirlíkingar hafa verið gerðar af honum í gegnum árin. Það ætti því ekki að vera erfitt að finna sér eftirlíkingu af vafningskjólnum í hinum ýmsu búðum bæjarins eða vafra um á netinu og finna sér einn upprunalegan.Upprunalegur vafningskjóll, von Furstenberg (sebra). Til sölu á www.vintagepimp.com $175. Nýjasta útfærsta vafningskjólsins, Diane von Furstenberg, vor 2005 (gulur)
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira