Framsókn stoppar matarskattslækkun 13. október 2004 00:01 Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. " Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. "
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira