Fyrirtæki borguðu ísjakann í París 12. október 2004 00:01 Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar