Innlent

Nóbelsverðlaunahafi til Akureyrar

MYND/Vísir
Íranski mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður í næsta mánuði sæmd heiðursdoktorsnafnbót við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Að sögn Ágústs Þórs Árnasonar, hjá HA, þá þótti skólanum það vel við hæfi að fá Ebadi til að setja svip sinn á deildina fyrst mannréttindi og mannúðarmál eru þar í öndvegi. Mannréttindaskrifstofa Noregs, norska sendiráðið í Tehran og íslenska utanríkisráðuneytið veittu hjálp við að koma á tengslum við Edabi en mikil samkeppni er á meðal háskóla um slíkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×