Óvænt stefna umræðu 6. október 2004 00:01 Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira