Stefnuræða gagnrýnd 13. október 2005 14:44 Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira