Innlent

Nóg að gera hjá slökkvi­liðinu í nótt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slökkviliðið aðstoðaði heimilisfólk við að ná niður brotnu loftneti sem talið var skapa hættu.
Slökkviliðið aðstoðaði heimilisfólk við að ná niður brotnu loftneti sem talið var skapa hættu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Nóg var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt og voru 116 útköll skráð. Næturvaktin fór í 42 þeirra.

„Hálkuslys, brjóstverkir, krampar, fólk að slást og slasa hvort annað, fæðingaflutningur, kviðverkir og svo margt annað var meðal þess sem við sinntum í nótt,“ segir slökkviliðið í færslu sem það deildi á samfélagsmiðlum.

Þar kemur fram að dælubílar hafi verið kallaðir út sex sinnum og í eitt skipti af öllum stöðvum. Betur fór en á horfði þó og kláraði ein stöð reykræstingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×